Hoppa yfir valmynd
5. mars 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Stutt við loftslagsvænni landbúnað

Frá undirritun samnings um loftslagsvænni landbúnað - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa skrifað undir samning um loftslagsvænni landbúnað. Um er að ræða heildstætt verkefni sem felur í sér fræðslu og ráðgjöf til bænda um samspil landbúnaðar og loftslagsmála með áherslu á leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar.

Bændur sem taka þátt í verkefninu greina losun frá eigin búi, móta áætlun um hvernig megi draga úr losun og vinna að henni með aðstoð sérfræðinga. Vonir standa til að þessir bændur ryðji brautina fyrir aðra þar sem lagt verður mat á árangur mismunandi aðgerða. Enn sem komið er stendur verkefnið eingöngu sauðfjárbændum til boða.

Aðrir aðilar samningsins eru Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslan og Skógræktin sem falið var að þróa verkefni sem byggði á fræðslu og ráðgjöf til bænda og stuðning við aðgerðir í þágu loftslagsmála.

Samningurinn var undirritaður á morgunverðarfundi á Hótel Sögu fyrir setningu Búnaðarþings.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira