Hoppa yfir valmynd
8. mars 2020 Forsætisráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna samtaka sem berjast gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni á Íslandi 2021 og afmæli Stígamóta

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á föstudag að veita 15 milljónir króna  af ráðstöfunarfé sínu til að standa að alþjóðlegri ráðstefnu samtaka sem berjast gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni á Íslandi 2021.

Slíkur fundur var haldinn í Brighton á Englandi árið 1996, eða einmitt ári eftir Peking-yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Það er því við hæfi að slíkur fundur verði haldinn nú, 25 árum síðar og þótti skipuleggjendum Ísland kjörin staðsetning, meðal annars með vísan til lýðræðis og friðar og til vel heppnaðrar #metoo ráðstefnu síðastliðið haust. Þá hefur borgarstjórinn í Reykjavík boðað að Reykjavíkurborg muni einnig leggja til framlag þannig að hún verður haldin í samstarfi ríkis og borgar. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu 6.–8. maí 2021.

Forsætisráðherra hugðist halda ræðu á þrjátíu ára afmæli Stígamóta í dag og greina frá þessu. Afmælishátíðinni var frestað vegna kórónuveiru en ræðan fylgir hér með á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Ræðu forsætisráðherra má nálgast hér.

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum