Hoppa yfir valmynd
13. mars 2020 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Takmarkanir á skólahaldi til að hægja á útbreiðslu Covid-19

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur að tillögu sóttvarnalæknis ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur í fjórar vikur frá miðnætti 15. mars næstkomandi. Með takmörkun er átt við viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman og verða þeir óheimilir. Samhliða verður skólahald takmarkað, einnig í fjórar vikur. Ákvörðun heilbrigðisráðherra var kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og á fréttamannafundi að honum loknum. Markmið aðgerðanna er að hægja á útbreiðslu Covid-19 svo að heilbrigðisþjónustan muni eiga auðveldara með að takast á álag í tengslum við veirusjúkdóminn. Sjá nánar á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Auglýsingar þessa efnis verða birtar í Stjórnartíðindum, sjá þær hér:
Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar
Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Unnið er að samantekt um áhrif tímabundinna lokanna á mismunandi skólastig og verða þær aðgengilegar hér á vef ráðuneytisins innan skamms.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira