Hoppa yfir valmynd
16. mars 2020 Utanríkisráðuneytið

Upplýsingar til Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eða dveljast þar tímabundið

Mikilvægar upplýsingar til Íslendinga sem annað hvort eru á ferðalagi erlendis eða dveljast þar tímabundið og eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Ef tvö af eftirfarandi atriðum eiga við þig mæla íslensk stjórnvöld með að þú íhugir heimferð til Íslands:

  • Ef þú ert eldri en 60 ára
  • Ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóm
  • Ef þú ert fjarri vinum og fjölskyldu
  • Ef þú átt ekki rétt á heilbrigðisþjónustu í landinu þar sem þú dvelst eða heilbrigðiskerfið þar annar ekki álaginu.

Sérstök athygli er vakin á á því að fólk sem sýnir sjúkdómseinkenni gæti átt á hættu að vera synjað um innritun í flug og því er óráðlegt að bíða of lengi.

Sóttvarnalæknir hefur meðal annars skilgreint Spán sem svæði með mikla smitáhættu og búast má við að álag verði talsvert á heilbrigðiskerfið þar í landi. Íslendingar sem koma frá Spáni skulu fara í sóttkví í fjórtán daga eftir heimkomu. Þetta tekur til allra hluta Spánar, þ.m.t. Kanaríeyja (Gran Canaria, Tenerife og aðrar eyjar).

Hægt er að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með skilaboðum á Facebook, með tölvupósti á [email protected] eða í neyðarsíma borgaraþjónustu  +354 545-0-112 sem er opinn allan sólarhringinn.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira