Hoppa yfir valmynd
20. mars 2020 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey rýnir aðgerðaáætlun stjórnvalda um loftslagsmál

Snæfell - myndHugi Ólafsson

Fimmtán og hálf milljón króna verða veitt af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar til að umhverfis- og auðlindaráðherra geti gert samning við Kaupmannahafnarskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey sem falið verður að rýna uppfærða aðgerðaáætlun um loftslagsmál og meta þá mælikvarða sem þar eru settir fram. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Markmið vinnunnar verður að greina hvort skerpa og bæta megi einstaka þætti áætlunarinnar og tryggja þannig betri yfirsýn yfir árangur og framgang einstakra aðgerða svo tryggt sé að losunarmarkmið stjórnvalda náist. Jafnframt verður ráðgjafarfyrirtækinu falið að útbúa kynningarefni og kynningaráætlun fyrir atvinnulíf og almenning.

Uppfærð aðgerðaáætlun stjórnvalda um loftlagsmál er í vinnslu og hefur vinnan meðal annars falið í sér endurskoðun og útfærslu þeirra aðgerða sem settar voru fram í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar sem kynnt var í september 2018 auk þess sem nýjar aðgerðir eru kynntar til sögunnar. Áhersla er á að meta áhrif aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leiðir vinnuna við gerð áætlunarinnar og sérstök verkefnisstjórn, skipuð fulltrúum sjö ráðuneyta auk Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur tekið þátt í mótun hennar.

Gert er ráð fyrir að vinna McKinsey taki að hámarki fjórar vikur og verði unnin samhliða rýni annarra aðila á áætluninni, svo sem loftlagsráðs. Stefnt er að útgáfu áætlunarinnar í maí 2020.

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
12. Ábyrð neysla og framleiðsla
7. Sjálfbær orka
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum