Hoppa yfir valmynd
24. mars 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Samkomubann: Aðeins fáar undanþágur með ströngum skilyrðum ef almannahagsmunir eru í húfi

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra ásamt landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúi ríkislögreglustjóra - myndHeilbrigðisráðuneyti - /ME

Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.

Við mat á því hvort veita skuli undanþágu frá takmörkunum á samkomum er horft til þeirra viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Veiting undanþágu þarf einnig að byggjast á því að því sem næst ómögulegt sé að aðlaga starfsemi að reglum auglýsingar nr. 243/2020.

Heilbrigðisráðuneytið hefur í dag, eftir samráð við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, ákveðið að veita fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi undanþágu frá 3. og 4. gr. auglýsingarinnar að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum. Nánar má lesa um ákvörðunina og sett skilyrði fyrir undanþágu í meðfylgjandi bréfi til hlutaðeigandi aðila.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum