Hoppa yfir valmynd
26. mars 2020 Dómsmálaráðuneytið

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjahöfn - myndHugi Ólafsson

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arndísi Soffíu Sigurðardóttur sýslumann í Vestmannaeyjum frá 1. apríl næstkomandi. Hún var metin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu.

Arndís Soffía er lögfræðingur með lögreglumenntun og hefur auk þess sótt sér menntun í afbrotafræði. Hún á að baki starfsferli innan lögreglu og sem fulltrúi sýslumanns og nú síðast staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi.

Að undanförnu hefur verið unnið að því að flytja aukin verkefni til embættisins, með það að markmiði að efla embættið í Vestmannaeyjum, og mun Arndís meðal annars koma að innleiðingu þeirra verkefna. 

Stafstöð sýslumannsins er í Vestmannaeyjum og mun Arndís Soffía flytjast þangað búferlum ásamt fjölskyldu sinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum