Hoppa yfir valmynd
27. mars 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

9.670 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls

Kl. 14:00 í gær höfðu Vinnumálstofnun borist alls 9.670 umsóknir um skert starfshlutfall, en Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um rétt til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar í starf­semi vinnu­veit­enda, svokallaða hlutastarfaleið. Flestar umsóknir sem hafa borist miða við að minnka starfshlutfall um hámarkið, en samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Hafi starfsmaður verið með 400 þúsund krónur eða minna í laun fyrir 100% starf fær hann skerðinguna að fullu bætta.

81 prósent þeirra sem sótt hafa um úrræðið eru íslenskir ríkisborgarar, 8 prósent eru pólskir ríkisborgarar og um 11 prósent er af öðru þjóðerni. Þetta er svipuð dreifing og á íslenskum vinnumarkaði í heild. Meira en helmingur umsækjenda, eða yfir 5000 manns, kemur úr ferðaþjónustutengdum greinum, flestir úr flugrekstri, gisti- og veitingaþjónustu. 

Alls hafa 48 fyrirtæki samið um minnkað starfshlutfall við fleiri en 20 starfsmenn. Þrjú fyrirtæki hafa samnið um minnkað starfshlutfall við 100 starfsmenn eða fleiri.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Það er gríðarlega mikilvægt að við spornum við miklu atvinnuleysi í kjölfar COVID-19 faraldursins og markmið okkar með þessari lagasetningu er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Lögin eru tímabundin og gilda út maí en við erum tilbúin að bregðast frekar við ef þess verður þörf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum