Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2020

Öflugur starfsmaður í lyfjablöndun óskast

Öflugur starfsmaður í lyfjablöndun óskast


Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öflugan starfsmann til starfa í blöndunareiningu sjúkrahúsapóteksins. Um fullt starf í dagvinnu er að ræða, þar sem unnið er alla virka daga. Í lyfjaþjónustu starfar um 70 manna samhentur hópur lyfjafræðinga, lyfjatækna og sérhæfðra starfsmanna við fjölbreytt verkefni og sinnir þjónustu við sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun og dreifingu lyfja, ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf. Í blöndunareiningu apóteksins er unnið í hreinum rýmum við smitgát og einkum blandaðar næringarblöndur og krabbameinslyfjablöndur.

Við leitum eftir liðsmanni með jákvætt viðmót og góða samskiptahæfni. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.


Helstu verkefni og ábyrgð
» Blöndun lyfja
» Vörumóttaka og frágangur lyfja
» Tiltekt á lyfjum og vörum fyrir blöndun
» Sérhæfð þrif og áfyllingar í blöndunareiningu apóteksins
» Viðhald á gæðakerfi blöndunareiningar
» Önnur tilfallandi verkefni


Hæfnikröfur
» Lyfjatæknipróf er kostur en ekki nauðsynlegt
» Reynsla af störfum í apóteki og/ eða lyfjaframleiðslu er kostur
» Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
» Geta til þess að vinna samkvæmt gæðastöðlum
» Góð samskiptahæfni, liðsmaður og jákvætt viðmót
» Góð íslensku- og tölvukunnátta


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.04.2020


Nánari upplýsingar veitir
Tinna Rán Ægisdóttir - [email protected] - 620 1620


Landspítali
Sjúkrahúsapótek blöndun
Hringbraut
101 Reykjavík

Smellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta