Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Heimilt að draga 0,6% frá ofurkældum afla

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. Með breytingunni verður heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog.

Fiskur sem kældur er ofurkælingu fer íslaus í kar en hins vegar safnast saman vökvi úr fiskinum í karið. Fyrir liggur ítarleg úttekt Fiskistofu á svokölluðu dripi í ofurkældum afla, en drip mætti skilgreina sem þann aukaþunga er fiskurinn tekur til sín í formi vökva við þessa kæliaðferð. Niðurstaða úttektarinnar er að þetta drip sé á bilinu 0,4-1,1%. Með vísan til þessa er með þessari breytingu verið að heimila 0,6% frádrátt á hafnarvog frá bróttóvigtun á oflurkældum afla vegna þessa drips þannig að aflskráning sé rétt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Skipum sem búa yfir búnaði til að ofurkæla afla hefur fjölgað hratt undanfarið. Það hefur verið sérstaklega áhugavert að fylgjast með þeirri þróun enda um að ræða íslenskt hugvit og því enn ein staðfesting þess að íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki eru í fararbroddi við að hámarka gæði aflans með nýjustu tækni. Það er mikilvægt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun og liðki fyrir henni, m.a. með því að sjá til þess að regluverkið hvetji til slíkrar framþróunar. Það er meginmarkmið þeirra breytinga sem við erum hér að gera.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum