Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2020 Innviðaráðuneytið

Samið um áframhaldandi millilandaflug til Boston, London og Stokkhólms

Frá Keflavíkurflugvelli. - myndÞórmundur Jónatansson

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið að nýju við Icelandair um flug til Evrópu og Bandaríkjanna með það að markmiði að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu vegna COVID-19 faraldursins. Áfram verður flogið til Boston, London og Stokkhólms til og með 5. maí. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins.

Millilandaflug gegnir afar mikilvægu öryggishlutverki fyrir íslenska þjóð og þessar flugtengingar eru meðal annars nauðsynlegar til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar, sem staddir eru erlendis, geti fundið sér leið heim.

Icelandair mun fljúga samtals 16 ferðir (32 flugleggi) til áfangastaðanna þriggja. Flugáætlun er með eftirfarandi hætti með þeim fyrirvara að dagsetningar geta breyst ef þörf krefur:

  • Boston (Logan International – BOS) 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2. maí
  • London (Heathrow – LHR) 19., 22., 24., 26., 29. apríl og 1. og 3. maí
  • Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 18. og 25. apríl og 2. maí

Samningurinn tók gildi í dag, miðvikudaginn 15. apríl og gildir til og með 5. maí nk. Ríkið mun greiða að hámarki 100 milljónir kr. vegna samningsins en mögulegar tekjur Icelandair af flugunum munu lækka greiðslur.

Samningurinn byggir á heimild í lögum um opinber innkaup til samningskaupa án útboðs vegna neyðarástands af ófyrirsjáanlegum atburðum. Við slíkar aðstæður væri ekki unnt að standa við fresti í útboðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum