Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2020 Forsætisráðuneytið

Lára Björg nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnar á sviði jafnréttismála o.fl.

Lára Björg Björnsdóttir - mynd

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ráða Láru Björgu Björnsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, sem nýjan aðstoðarmann ríkisstjórnar á sviði jafnréttismála og annarra samstarfsverkefna ráðuneyta.

Lára tekur við starfinu af Höllu Gunnarsdóttur sem hefur látið af störfum að eigin ósk. Mun Lára m.a. hafa aðkomu að heildarendurskoðun jafnréttislaga og undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu samtaka sem berjast gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem ákveðið hefur verið að halda á Íslandi í maí 2021. Þá mun Lára einnig taka þátt í samstarfi fleiri ráðuneyta í útlendingamálum auk aðkomu að margháttuðum öðrum verkefnum í samstarfi ráðuneyta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum