Hoppa yfir valmynd
13. maí 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Niðurstöður hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík kynntar

Heilbrigðisráðherra og bæjarstjóri Húsavíkur við undirritun samnings um nýtt hjúkrunarheimili - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Á morgun, 14. maí, kl 15:00, verður beint streymi frá verðlaunaathöfn hönnunarsamkeppni um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir verðlaunatillöguna og veitir viðurkenningar. Allir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með útsendingunni sem verður í streymi á YouTube-rás Þekkingarnets Þingeyinga.

Fyrirhugað er að nýtt og glæsilegt 60 eininga hjúkrunarheimili rísi í hlíðinni ofan Dvalarheimilisins Hvamms. Áætlað er að framkvæmdir hefjist sumarið 2021 og að þeim ljúki í lok árs 2023. Alls bárust 32 tillögur í hönnunarsamkeppnina og hefur dómnefnd skipuð fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins, sveitarfélaganna sem standa að uppbyggingunni og fulltrúum frá Arkítektafélagi Íslands nú lokið störfum.  Verkkaupar eru heilbrigðisráðuneytið, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur.

Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með viðburðinum þar sem tilkynnt verður um vinningstillöguna og viðurkenningar veittar fyrir aðrar áhugaverðar tillögur sem bárust í keppnina. Í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar verður yfirlit yfir tillögur og niðurstöður dómnefndar aðgengilegar á heimasíðum Arkítektafélags Íslands, Ríkiskaupa, Framkvæmdasýslu ríkisins, heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Skútustaðahrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira