Hoppa yfir valmynd
14. maí 2020 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Atvinnuástand, aðstæður og líðan háskólanema

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Landssamtök íslenskra stúdenta ásamt aðildarfélögum þess hafa tekið höndum saman við að kortleggja atvinnuástand og aðstæður háskólanema vegna COVID-19.

Sameiginleg viðhorfskönnun verður send á alla háskólanema og niðurstöður hennar nýttar til þess að fá gleggri mynd um stöðunni og þróun hennar í sumar. Lögð verður áhersla á skjóta framkvæmd og úrvinnslu gagna hennar svo nýta megi þau til að draga fram leiðir til að þróa úrræði og finna leiðir til úrbóta. Könnunin er stutt en tekur meðal annars til atvinnuþátttöku, sumarnáms og líðan nemenda.

  • Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
  • Þátttakendur veita samþykki sitt fyrir því að ráðuneytið og LÍS geti birt heildarniðurstöður um stöðu stúdenta.
  • Þess er óskað að þátttakendur svari aðeins einu sinni.

Könnin er samin af Stúdentaráði Háskóla Íslands og yfirfarin af Landssamtökum íslenskra stúdenta og mennta- og menningarmálaráðuneyti. Kynntar hafa verið ýmsar aðgerðir til þess að mæta fjölbreyttum aðstæðum námsmanna, m.a. með sumarnámi og sumarstörfum. Sjá nánar um aðgerðir stjórnvalda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira