Hoppa yfir valmynd
14. maí 2020 Dómsmálaráðuneytið

Tilkynning varðandi móttöku yfirkjörstjórna á meðmælum vegna ​kosninga til forseta Íslands, hinn 27. júní 2020

Yfirkjörstjórnir koma saman á áður auglýstum tíma, til þess að til að veita viðtöku meðmælendalistum til embættis forseta Íslands og jafnframt fara yfir rafræna skráningu meðmælenda, sjá nánar á kosning.is.

Hafi meðmælum eingöngu verið safnað með rafrænum hætti, nægir að frambjóðandi eða umboðsmaður hans tilkynni viðkomandi yfirkjörstjórn að óskað sé yfirferðar á hinum rafræna meðmælendalista, t.d. með tölvupósti. Hægt er að nálgast upplýsingar um formenn yfirkjörstjórna á eftirfarandi vefslóð: https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/forsetakosningar-2020/frambod-leidbeiningar/yfirkjorstjornir/

Hafi meðmælum verið safnað á pappír, þarf frambjóðandi eða umboðsmaður hans að mæta til yfirkjörstjórnar á þeim tíma sem auglýstur hefur verið, leggja fram listana og óska yfirferðar á þeim. Það sama gildir hafi söfnunin farið fram bæði með rafrænum hætti og á pappír, þ.e. frambjóðandi eða umboðsmaður hans þarf þá að mæta á fund yfirkjörstjórnar og óska yfirferðar á báðum listunum.

Yfirkjörstjórn gefur eingöngu út vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi. Meðmælum skal því skila til yfirkjörstjórnar í því kjördæmi þar sem viðkomandi meðmælandi á lögheimili. Landsfjórðungaskiptingin hefur ekki áhrif hvað þetta varðar, heldur skal afhending meðmælandanna taka mið af lögheimilisskráningu viðkomandi. 

Ef á sama meðmælaendablaði eru meðmælendur með kosningarrétt í fleiri en einu kjördæmi, þá mun sú yfirkjörstjórn sem afhent hefur verið slíkt meðmælendablað leitast við eftir fremsta megni að veita aðstoð þannig að koma megi meðmælum í rétt kjördæmi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira