Hoppa yfir valmynd
27. maí 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Ný reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstétta

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð sem felur í sér innleiðingu Evróputilskipunar um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum 28. maí. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð mennta- og menningarmálaráðherra um sama efni nr. 461/2011.

Vinna við meðfylgjandi reglugerð hefur staðið yfir um alllangt skeið en hún er m.a. mikilvægur liður í framkvæmd nýrra laga nr. 16/2020 um breytingu á lögum nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

Helstu nýmæli reglugerðarinnar felast í eftirtöldum atriðum:

  • Upptöku evrópsks fagskírteinis (e. European Professional Card, EPC) fyrir einstakar starfsgreinar sem ætlað er að greiða fyrir för starfsmanna á innri markaðnum og auðvelda viðurkenningu á faglegri menntun.
  • Tilteknu fyrirkomulagi varðandi viðvaranir, en aðildarríkin eiga að tilkynna lögbærum yfirvöldum aðildarríkjanna þegar starfsréttindi eru takmörkuð í heild eða að hluta innan þriggja daga.
  • Möguleikum starfsnámsnemenda á að fá viðurkennt vinnustaðanám innan löggiltra starfsgreina sem fer fram annars staðar en í heimalandinu.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita Embætti landlæknis 25 milljónir króna af fjárlögum þessa árs til að standa undir kostnaði við innleiðingu tilskipunarinnar sem reglugerðin felur í sér. Fjárveitingunni er ætlað að mæta kostnaði við fjölgun tveggja stöðugilda hjá Embættinu sem leiðir af innleiðingunni.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira