Hoppa yfir valmynd
29. maí 2020 Utanríkisráðuneytið

Samráðsgátt vegna framtíðarviðræðna við Bretland

  - myndYadid Levy / Norden.org

Utanríkisráðuneytið leggur áherslu á samráð við atvinnulífið um mikilvægustu útflutningshagsmuni vegna yfirstandandi viðræðna við Bretland um framtíðarsamning í kjölfar þess að Bretland hverfur úr Evrópska efnahagssvæðinu. Ákveðið hefur verið að hrinda af stað frekara samráði við hagsmunaaðila í formi samráðsgáttar. Þeim upplýsingum sem þar safnast verður fylgt eftir með vinnustofum sem ráðgert er að halda seinni partinn í júní.

Ráðuneytið hefur á undanförnum misserum staðið fyrir fjölmörgum kynningarfundum um viðræðurnar og samningsmarkmiðin til að fá fram sjónarmiðum atvinnulífsins.

Vegna sóttvarnarreglna hefur verið erfitt að koma við stórum fundum eða vinnustofum. Því var ákveðið að opna þessa samráðsgátt til að fá fram efnislegar ábendingar og áherslur varðandi einstaka þætti viðskipta við Bretland. Markmiðið er að veita samninganefnd Íslands sem besta leiðsögn og yfirsýn yfir íslenska hagsmuni og öll þau sérstöku úrlausnarefni sem íslensk fyrirtæki telja mögulegt að uppkomi. Nánar um samráðsgáttina á vef Íslandsstofu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira