Hoppa yfir valmynd
29. maí 2020

Sérfræðingur/verkefnisstjóri

Sérfræðingur/verkefnisstjóri við starfsstöð Orkustofnunar að Rangárvöllum á Akureyri


Orkustofnun:
Annast stjórnsýslu sem stofnuninni er falin með lögum, svo sem auðlindalögum, vatnalögum, raforkulögum, lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og lögum um kolvetni.
Safnar gögnum um nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda.
Stendur fyrir rannsóknum á nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda.
Vinnur að áætlanagerð til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar.
Er stjórnvöldum til ráðuneytis um orkumál og aðra auðlindanýtingu.
Fer með leyfisveitingar vegna rannsókna og nýtingar á auðlindum og orkuvinnslu.
Annast eftirlit með framkvæmd raforkulaga,
Fer með umsýslu Orkusjóðs, niðurgreiðslna vegna húshitunar og Orkuseturs.

Helstu verkefni og starfssvið
Verkefni starfsins ná yfir umsjón og rekstur Orkusjóðs, greiningar og ráðgjöf vegna nýrra orkulausna, ráðgjöf við stjórnvöld og greiningar vegna aðgerða á svið orkuskipta og loftslagsmála og hvers kyns gagnavinnsla og -greining svo dæmi séu tekin.

Við starfsstöð Orkustofnunar á Rangárvöllum á Akureyri er aðstaða fyrir 4 starfsmenn. Helstu verkefni sem nú eru unnin þar eru umsjón með niðurgreiðslum á rafhitun á köldum svæðum, ráðgjöf og styrkveitingar vegna orkuskipta og betri orkunýtingar á köldum svæðum, umsjón og reksturs Orkusjóðs, styrkjum til bættrar orkunýtni, orkusparnaðar og minni notkunar jarðefnaeldsneytis, styrkjum til innviðauppbyggingar vegna orkuskipta í samgöngum og lána til jarðhitaleitar að undangengnum forrannsóknum. 
Orkustofnun vinnur eftir svokölluðu flötu skipulagi þannig að sérfróðum starfsmönnum er úthlutað verkefnasviðum sem þeir vinna tiltölulega sjálfstætt og bera ábyrgð á gagnvart orkumálastjóra. Samstarf þvert á verkefnasvið fer fram í teymum á jafningjagrundvelli. 


Hæfniskröfur
Við erum að leita að einstaklingi með með meistarapróf í verkfræði eða raunvísindum og menntun og reynslu sem nýtist í starfinu, sbr. helstu verkefni. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða samskiptahæfileika og hæfni í skriflegri framsetningu, íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Guðni A Jóhannesson orkumálastjóri, sími 5696000, netfang [email protected].

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist á netfang os@os.is eða til Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða eigi síðar en 18 júní 2020.

Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum