Hoppa yfir valmynd
3. júní 2020

Kennari vélfræðigreina

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum leitar eftir kennara til að kenna vélfræðigreinar frá 1. ágúst. Starfshlutfall er 70%.


Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er skóli í Vestmannaeyjum og hefur sett sér stefnu um fjölbreytta kennsluhætti þar sem áhersla er samvinnu og  á gæði náms. 
Kennari vélfræðigreina vinnur sjálfstætt að kennslu vélfræðigreina og vinnur að umbótum í skólastarfi í samstarfi við annað starfsfólk skólans.


Helstu verkefni
Kennari vélfræðigreina starfar eftir starfslýsingu kennara sem er ítarlega skilgreind í gæðahandbók á heimasíðu skólans, www.fiv.is


Helstu verkefni eru:
Kennsla áfanga í vélfræðigreinum.
Að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur
Þátttaka í faglegu starfi og starfsþróun með stöðugar umbætur í skólastarfi að leiðarljósi


Menntunar- og hæfnikröfur
Kennari vélfræðigreina skal uppfylla kröfur um menntun og hæfni kennara sem kveðið er á um í lögum nr. 95/2019 og hafa leyfisbréf sem kveður á um rétt til að nota starfsheitið kennari
Kennari vélfræðigreina skal hafa lokið háskólagráðu í viðkomandi grein eða skyldum greinum og/eða vélstjórnarnámi D 
Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi sem vélstjóri á skipi með ótakmarkað vélarafl
Reynsla af kennslu eða starfstengdri leiðsögn er æskileg
Tölvufærni  er nauðsynleg
Góðir samstarfshæfileikar, rík þjónustulund og áhugi á að vinna með ungu fólki
Faglegur metnaður, góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði
Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra


Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem ríkið hefur gert við félag framhaldsskólakennara og stofnanasamningi FÍV. 
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.
Umsókn skal berast á netfang Helgu Kristínar Kolbeins, skólameistara [email protected]  sem einnig veitir frekari upplýsingar um starfið.


Umsóknarfrestur er til 16. júní. 


Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Einnig skulu fylgja leyfisbréf, prófskírteini og sakavottorð.


Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta