Hoppa yfir valmynd
3. júní 2020

Skólaritari FÍV

Skólaritari FÍV

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða skólaritara í 50% starf.

Í starfinu felst:

skólaritari er aðstoðarmaður skólastjórnenda í daglegri umsýslu skólans
annast móttöku gesta ásamt símavörslu
annast margs konar upplýsingagjöf til nemenda og forráðamanna í daglegu skólastarfi 
hefur eftirlit með tækjum á skrifstofu og í vinnuaðstöðu starfsmanna og er tengiliður skólans varðandi þjónustuaðila vegna þeirra 
sér um innkaup á rekstrarvörum fyrir kennara skólans og skrifstofu 
annast innritun og nemendaskrá skólans 
hefur umsjón með skjalavörslu og starfsmannaskrá 
sér um heimasíðu og facebook síðu skólans og varðveislu mynda.
önnur almenn skrifstofustörf

Menntunar og hæfnikröfur
stúdentspróf eða annað sambærilegt nám, viðbótarnám sem getur nýst er kostur 
góð íslensku- og enskukunnátta 
góð tölvukunnátta, auk þekkingar á skýrslugerð 
reynsla af bókhaldskerfum er kostur 
góð þekking á forritum Microsoft Office 
sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar 
þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum 
reynsla af skólastarfi og skrifstofustarfi er kostur 
stundvísi og áreiðanleiki

Laun greiðast samkvæmt stofnannasamningi FÍV við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð skv. 4.mgr.8.gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og þarf nýtt sakavottorð að fylgja með umsókn.


Skriflegar umsóknir skulu berast í netfangið [email protected] í síðasta lagi 16.júní næstkomandi. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.
Öllum umsóknum verður svarað. Umsækjandi þarf að hefja störf 01.08.2020.


Frekari upplýsingar veitir skólameistari, Helga Kristín Kolbeins, [email protected].

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum