Hoppa yfir valmynd
5. júní 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið eflt með nýju skipuriti

Nýtt skipurit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur tekið gildi. Markmið breytinganna er að efla starfsemi ráðuneytisins til að takast á við viðamikið hlutverk þess á sviði alþjóðamála, einkum loftslagsmála.

Umhverfismál eru stór þáttur í alþjóðastarfi Íslands og ímynd þess út á við. Skuldbindingar Íslands á sviði loftslagsmála eru víðtækar og krefjast samstarfs og samhæfingar á öllum sviðum, innan Stjórnarráðsins og við stofnanir og hagsmunaaðila.

Helstu breytingar sem nýtt skipurit felur í sér er að sett hefur verið á fót ný skrifstofa í ráðuneytinu, skrifstofa alþjóðamála og samþættingar. Auk þess hefur verkefnum er varða framkvæmd og eftirfylgni loftslagsmála verið skipað á nýja skrifstofu loftslagsmála.  


 
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira