Hoppa yfir valmynd
15. júní 2020 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra gestur lögregluráðs

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var gestur lögregluráðs á fundi þess í dag. Dómsmálaráðherra ræddi m.a. um mögulegar breytingar á lögreglulögum og um eflingu eftirlits með störfum lögreglunnar. Ráðherra fagnaði því sérstaklega að ráðið hefði fengið fræðslu frá dr. Margréti Valdimarsdóttur um fordóma innan lögreglunnar. Mikilvægt væri að mismunun t.d. á grundvelli kynþáttasjónarmiða fengi ekki þrifist innan lögreglunnar. Þá ræddi ráðherra um almannavarnastefnu og fleiri mál sem efst eru á baugi í málefnum er varða lögregluna nú um stundir.

Að lokum sagðist ráðherra gera sér fulla grein fyrir því álagi sem hefði verið á lögreglu sem framlínustarfstétt í því almannavarnarástandi sem ríkt hefði vegna Covid-19 faraldursins og það hefði ekki síst komið í ljós um helgina.


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira