Hoppa yfir valmynd
16. júní 2020 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn um umsækjendur um embætti landsréttardómara

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar 17. apríl 2020. Umsóknarfrestur var til 4. maí 2020. Alls bárust fimm umsóknir um embættið.

Niðurstaða dómnefndar er að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Landsrétt.

Dómnefndina skipuðu:

Eiríkur Tómasson, formaður, Halldór Halldórsson, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson og Sigríður Þorgeirsdóttir.

Hér er að finna umsögn dómnefndar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum