Hoppa yfir valmynd
16. júní 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Almenningssamgöngur milli byggða. - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 (Aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur um land allt). Markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna, sérstaklega út frá byggðalegum sjónarmiðum. Til ráðstöfunar verða allt að 32,5 milljónir kr. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 10. ágúst 2020.

Styrkhæf verkefni:

  • Þjónusta. Verkefni sem snúast um að samþætta almenningssamgöngur annarri þjónustu eða breytingum á rekstrarformi, s.s. deililausnum og samflutningum.
  • Markaðsmál. Markaðsátak sem miðar að því að bæta nýtingu á núverandi þjónustu. Getur verið í ýmsu formi og beinst að mismunandi hópum.
  • Rannsóknir og þróun. Verkefni sem miða t.d. að nýsköpun í þjónustu.

Við forgangsröðun umsókna verður litið til verkefna sem styðja við:

  • Heildarstefnu í almennings­samgöngum milli byggða (Ferðumst saman). 
  • Byggðasjónarmið og áherslur sem fram koma í stefnumótandi byggðaáætlun.
  • Önnur atriði sem skipta máli við mat á aðstæðum viðkomandi svæðis eða landshluta.

Þriggja manna valnefnd gerir tillögur til ráðherra um veitingu framlaga til verkefna á grundvelli úthlutunarskilmála. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í byrjun september 2020. Byggðastofnun annast fyrir hönd ráðuneytisins samningsgerð við styrkþega, umsýslu með greiðslum og eftirlit með framkvæmd verkefnis.

Fylgiskjöl

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira