Hoppa yfir valmynd
26. júní 2020 Dómsmálaráðuneytið

Heimildir til endurskipulagningar orðnar að lögum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Um er að ræða lög sem auðvelda eiga fyrirtækjum að endurskipuleggja rekstur sinn og þar með komast hjá gjaldþroti vegna tímabuns tekjumissis vegna áhrifa Covid-19.

Lögin veita fyrirtækjum vernd gegn innheimtu- og þvingunarúrræðu kröfuhafa hvort sem um er að ræða opinbera aðila eða einkaaðila. Aðgerðunum getur lokið með því að tími greiðsluskjóls renni út þar sem starfsemin er án frekari aðgerða komin í rétt horf, skuldari nær frjálsum samningum við kröfuhafa eða hann óskar eftir nauðasamningum við kröfuhafa. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að unnt verði að koma á nauðasamningi með einfaldari aðgerð en hefðbundið er.

Markmiðin með lögunum er að bregðast við skammtímavanda með þeim hætti að þekking og viðskiptasambönd haldist og atvinnu- og efnahagslífið taki við sér fyrr en ella og lágmarki þannig þann efnahagslega skaða sem Cvoid-19 faraldurinn hefur valdið og hraði endurreisn.

Nánar má lesa um markmið laganna í frétt um samþykkt ríkisstjórnarinnar á fumvarpinu.

Hér má lesa lögin á vef stjórnartíðinda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira