Hoppa yfir valmynd
26. júní 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Reglugerð um skráningu einstaklinga í samráðsgátt

Drög að reglugerð um skráningu einstaklinga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 16. ágúst nk.

Reglugerðin tekur á ýmsum málefnum tengdum lögum um skráningu einstaklinga (nr. 140/2019), sem tóku gildi 1. janúar sl. með fáeinum undantekningum um einstök ákvæði sem taka gildi síðar. 

Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að því að haldin sé áreiðanleg skrá yfir einstaklinga og að skráningin sé rétt svo að hún skapi grundvöll fyrir tiltekin réttindi og tilteknar skyldur einstaklinga. Ennfremur er það markmið að skráning upplýsinga í þjóðskrá og tengdar skrár byggist á bestu fáanlegu gögnum á hverjum tíma. 

Í reglugerðardrögunum er lagt upp með að upplýsingagjöf og útgáfa vottorða verði að mestu rafræn. Í reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir að tilkynningar um nafngjafir skuli berast frá forsjáraðilum barna og er það breyting frá því sem verið hefur.

Drögin að reglugerðinni voru unnin í samráði við Þjóðskrá Íslands og að hluta í samráði við Persónuvernd svo sem lög gera ráð fyrir. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira