Hoppa yfir valmynd
27. júní 2020 Dómsmálaráðuneytið

Aðstaða fyrir fólk í sóttkví til að kjósa

Ákveðið hefur verið að aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví vegna Covid 19 og vilja greiða atkvæði í forsetakosningunum í dag verði opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi á bílaplani sunnan megin við húsið. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um kosninguna. Unnt verður að greiða atkvæði milli kl. 15 og 18:30.

Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni. Séu tveir kjósendur, sem eru í sömu sóttkví, saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo kjósandi greiði atkvæði án þess að nokkur sjái. Ekki mega fleiri en tveir saman í bíl og eingöngu tveir í þeim tilvikum þegar kjósandi getur ekki ekið sjálfur.

Kjósendur skulu hafa með sér eftirfarandi:

Skilríki til að sanna á sér deili

Blað þar sem kennitala kjósanda hefur verið skrifuð með stórum læsilegum tölustöfum

Blað og penna þar sem kjósandi skrifar nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra sem veitir kjósanda aðstoð við atkvæðagreiðsluna grein fyrir hvernig hann vill kjósa.

Þeir sem greiða atkvæði með þessum hætti og þurfa að koma atkvæði sínu í norðausturkjördæmi verða að greiða atkvæði fyrir kl. 15:30 svo atkvæðið komist til skila.  Kjósendur eru beðnir um að hafa í huga að atkvæðagreiðslan mun taka nokkurn tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum