Hoppa yfir valmynd
30. júní 2020 Dómsmálaráðuneytið

Aðgerðum Íslands lokið með fullnægjandi hætti

FATF, aðgerðarhópur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur birt uppfærða yfirlýsingu um stöðu Íslands á heimasíðu sinni. Yfirlýsingin birtist í kjölfar júnífunda FATF þar sem staða Íslands var tekin fyrir. Í yfirlýsingunni kemur fram að í október 2019 hafi íslensk stjórnvöld lýst yfir pólitískum vilja til að vinna að því með FATF að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og bæta úr tæknilegum ágöllum þeim tengdum.

Af hálfu FATF sé það nú metið sem svo að lokið hafi verið með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í þeim efnum. Því sé tímabært að skipuleggja heimsókn hingað til lands því til staðfestingar og til að tryggja að áfram sé til staðar sá pólitíski vilji sem til þurfi til að viðhalda þeim árangri til framtíðar. Þá verði fylgst grannt með stöðunni varðandi COVID-19 til þess að af þeirri heimsókn geti orðið svo fljótt sem kostur er. Ef miðað er við að sendinefnd FATF komi til landsins síðsumars eða snemma hausts ætti staða Íslands að verða endurmetin á næsta fundi FATF í október.

Hér má lesa umsögn FATF

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira