Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Styrkjum úthlutað til orkuskipta í gistiskálum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til orkuskipta í gistiskálum, samtals að upphæð 35,2 milljónum króna. Styrkirnir eru fjármagnaðir af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna Covid-19 farsóttarinnar.

Styrkjunum er ætlað að stuðla að orkuskiptum og draga þar með úr notkun jarðefnaeldsneytis við almennan rekstur í skálum. Upphæð styrkjanna er allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði við hvert verkefni.

Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað styrkjum vegna orkuskipta í skálum:

  • Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna orkuskipta í skála félagsins í Breiðuvík í Borgarfirði Eystra – 2,5 milljónir króna.
  • Ferðafélag Íslands, vegna orkuskipta í húsum félagsins í Þórsmörk auk uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla – 13,6 milljónir króna.
  • Ferðafélagið Útivist, vegna orkuskipta í skála félagsins í Básum á Goðalandi auk uppsetningar hleðslustöðvar fyrir rafbíla – 19,1 milljónir króna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum