Hoppa yfir valmynd
13. júlí 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Beltin bjarga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vígði nýjan veltibíl á dögunum. Tilgangur bílsins er að vekja athygli á bílbeltanotkun en hann er á vegum Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna, til að auka umferðaröryggi. Stefna íslenskra stjórnvalda er mjög skýr, öryggi liggur til grundvallar allri stefnumótun og aðgerðum í samgöngumálum.

„Heyrir það ekki sögunni til að hvetja þurfi fólk til að nota öryggisbelti? Nei, því miður er enn til stór hópur fólks sem lætur það gerast að nota ekki öryggisbelti. Það hefur margsannað sig að beltin bjarga en til þess að þau geri sitt gagn þarf að nota þau,“ sagði Sigurður Ingi.

Bíllinn verður fluttur á valda staði vítt og breitt um landið til þess að leyfa fólki að prófa að velta á meðan það er fast í öryggisbelti. 

Tæplega 10% Íslendinga láta það gerast að nota ekki öryggisbelti eða um 35 þúsund einstaklinga. Það eru 8 sinnum meiri líkur á því að þú látir lífið ef þú spennir ekki beltið. 

Í tilefni bílbeltaherferðarinnar 2 sekúndur setti Samgöngustofa leik í loftið þar sem ökumenn eru hvattir til að setja á sig bílbeltið og ber yfirskriftina: Það tekur bara 2 sekúndur… að spenna beltið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira