Hoppa yfir valmynd
20. júlí 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpar Skálholtshátíð

Katrín Jakobsdóttir - mynd

Forsætisráðherra hélt hátíðarræðu á Skálholtshátíð í gær. Hún hóf ræðu sína á að rifja upp ýmsa merkisviðburði í sögu Skálholts sem margt endurspegla sögu Íslands. Hún ræddi síðan um hinar stóru áskoranir samtímans; loftslagsvána, tæknibreytingar og heimsfaraldur og nauðsyn þess að við höfum ávallt jöfnuð og velsæld almennings að leiðarljósi þegar við tökumst á við þessar áskoranir. Hún gerði boðskap kirkjunnar um frið, kærleika og sáttagjörð að sérstöku umtalsefni og benti á að jöfnuður og réttlæti væru undirstaða friðar og sátta í hverju samfélagi. Að lokum ræddi hún um virðingu fyrir sköpunarverkinu sem væri einmitt lykillinn að því að takast á við loftslagsvána.

Forsætisráðherra ávarpar á Skálholtshátíð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum