Lyfjafræðingur
Lyfjafræðingur
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða lyfjafræðing með framúrskarandi þjónustulund til starfa í sjúkrahúsapótekið og afgreiðsluapótekið.
Í lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 70 lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt verkefni og þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans við öflun, blöndun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Umsýsla og afgreiðsla lyfja til deilda sjúkrahússins og sjúklinga
» Fagleg ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks um lyfjatengd mál
» Afgreiðsla lyfseðla og ráðgjöf til sjúklinga í afgreiðsluapóteki
» Umsjón með neyðarlyfjum, undanþágulyfjum og úrræði við lyfjaskorti
» Samskipti við aðrar deildir sjúkrahússins, birgja og opinberar stofnanir
» Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
» Íslenskt starfsleyfi sem lyfjafræðingur, GCP þjálfun er kostur
» Haldbær reynsla af störfum í sjúkrahúsapóteki, þ.m.t. þekking á Oracle, Medicor og Therapy
» Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni, liðsmaður og jákvætt viðmót
» Góð íslensku- og tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Lyfjafræðingafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.08.2020
Nánari upplýsingar veitir
Tinna Rán Ægisdóttir - [email protected] - 620 1620
Landspítali
Sjúkrahúsapótek
Hringbraut
101 Reykjavík