Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2020

Sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar HA

Sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar HA

Laus er til umsóknar ótímabundin staða sérfræðings við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA). Um er að ræða 100% starf. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf sérfræðings á Miðstöð skólaþróunar tekur til ráðgjafar, fræðslu, úttekta, rannsókna og annarra sérfræðistarfa sem unnin eru í skólum með stjórnendum, einstökum kennurum eða kennarahópum, foreldrum og öðrum ráðgjöfum á grundvelli verkefnasamninga sem Miðstöð skólaþróunar gerir. Jafnframt annast sérfræðingur miðstöðvarinnar fræðslu af ýmsu tagi og skipulag ráðstefna og fræðslufunda.
Miðstöð skólaþróunar starfar innan hug- og félagsvísindasviðs háskólans í nánu samstarfi við kennaradeild. Meginviðfangsefni hennar lúta að ráðgjöf og fræðslu til kennara og skólastjóra varðandi þróunar- og umbótastarf á vettvangi skóla. Miðstöðin stendur einnig fyrir fjölbreyttum ráðstefnum og fræðslufundum. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar. Vinnustaður er á Sólborg v/Norðurslóð, Akureyri. Sjá nánar á vefslóðinni msha.is

Hæfnikröfur

- Háskólapróf með sérþekkingu í menntunarfræði og að lágmarki meistarapróf á sviði fræða sem tengjast starfsemi miðstöðvarinnar.
- Leyfisbréf til kennsluréttinda og reynsla af kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.
- Reynsla af kennsluráðgjöf og umsjón með þróunarstarfi í skólum er nauðsynleg og er sérstaklega horft til reynslu af ráðgjöf á sviði læsis og stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla.
- Frumkvæði og forystuhæfni.
- Fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð og samstarfshæfni.
- Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og færni í einu skandinavísku tungumáli er æskileg.

Umsókn skal fylgja:
- Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, vísindastörf og stjórnunar- og kennslureynslu.
- Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
- Tilnefna skal þrjá meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla að sækja um laus störf.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.08.2020

Nánari upplýsingar veitir

Gunnar Gíslason - [email protected], forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar - 4608590; 8921453

 

Háskólinn á Akureyri
Miðstöð skólaþróunar
Norðurslóð 2
600 Akureyri

 

Sækja um starf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta