Móttökuritari
Móttökuritari
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til starfa í móttökunni á Ísafirði. Um er að ræða 60-80% starf eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni móttökuritara eru símsvörun og móttaka gesta, skráning í sjúkraskráningarkerfið Saga, móttaka greiðslu, uppgjör í lok dags, almenn skrifstofustörf og þátttaka í öðrum verkefnum deildarinnar. Megin starfsstöð er á Ísafirði en móttökuritarar veita þjónustu fyrir alla stofnunina í gegnum síma, fjartækni, tölvupóst, vef- og samfélagsmiðla. Þjónusta er einnig á heilsugæsluseljum á norðursvæði (útstöðvar).
Hæfnikröfur
Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð
Góð tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019.
Starfshlutfall er 60 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2020
Nánari upplýsingar veitir
Hanna Þóra Hauksdóttir - [email protected] - 450 4500