Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2020 Dómsmálaráðuneytið

Heimild til dvalar vegna Covid-19

Dómsmálaráðherra birti í dag nýja reglugerð sem tekur á dvöl þeirra útlendinga sem ekki hafa komist til síns heima frá 20. mars sl. vegna heimsfaraldurs Covid-19. Reglugerðina má sjá á vef Stjórnartíðinda, en um er að ræða framlengingu á heimild sem upphaflega var bætt við reglugerð um útlendinga 2. apríl sl.

Ákvæðið nær til þeirra erlendu ríkisborgara sem hafa dvalið hér á landi frá því fyrir 20. mars sl. en komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar. Verður þeim sem þetta á við um heimilt að dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira