Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Opið samráð um evrópskt regluverk á sviði póstþjónustu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um regluverk á sviði póstþjónustu í Evrópu sem stendur til 9. nóvember 2020.

Markmið samráðsins er að meta pósttilskipun Evrópusambandsins með hliðsjón af þeim miklu breytingum sem hafa orðið á póstmarkaðnum undanfarin ár með fjarskiptum og viðskiptum á netinu. Kannað verður hvort pósttilskipunin hafi staðist tímans tönn eða hvort breyta eigi áherslum hennar.

Með samráðinu er ætlunin að fá upplýsingar frá þeim sem hagsmuna eiga að gæta um hvernig póstmarkaðurinn virkar, hvernig gæði póstþjónustu eru og hvernig alþjónusta hefur gefist. Niðurstöður samráðsins verða notaðar í skýrslu um tilskipunina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira