Hoppa yfir valmynd
4. september 2020 Forsætisráðuneytið

Ársskýrsla umboðsmanns barna 2019 komin út

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Salvör Nordal, umboðsmaður barna - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, áttu fund í dag þar sem umboðsmaður barna kynnti ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019 fyrir forsætisráðherra.

Ársskýrslan kemur nú út eingöngu á rafrænu formi og er það í fyrsta sinn. Vonast er til þess að með þessari breytingu verði skýrslan aðgengilegri öllum, ekki síst börnum.

Ársskýrslan skiptist í sex kafla sem endurspegla áherslur umboðsmanns barna til næstu ára en þær eru innleiðing og fræðsla um Barnasáttmálann; þátttaka barna og fjölbreytt samráð við börn;  framsækni þar sem leitað er eftir markvissu samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Sérstakur kafli er um fyrsta barnaþingið sem haldið var í Hörpu í nóvember sem var án efa hápunktur ársins 2019.

Ársskýrsla umboðsmanns barna 2019 

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira