Hoppa yfir valmynd
4. september 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins 2020

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins 2020 liggur fyrir. Uppgjörið í heild sinni er aðgengilegt á vefsíðu Fjársýslu ríkisins. Helstu niðurstöður eru:

  • Rekstrarafkoman er neikvæð um 115 ma.kr. sem er í samræmi við væntingar að teknu tilliti til áhrifa COVID-19.
  • Samkvæmt upphaflegri áætlun fjárlaga var gert ráð fyrir að afkoma tímabilsins yrði neikvæð um 48 ma.kr. Frávikið felst í lækkun tekna um 38 ma.kr. og um 30 ma.kr auknum útgjöldum tengdum COVID-19 sem féllu til á tímabilinu einkum vegna atvinnuleysisbóta. Þeim útgjöldum hefur verið mætt með fjárveitingum á fjáraukalögum.
  • Tekjur tímabilsins án fjármunatekna námu 350 ma.kr. sem er um 38 ma.kr. lægra en upprunaleg áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir en í takt við uppfærðar áætlanir/spár vegna COVID-19. Þar af skýrir ákvörðun um aukinn gjaldfrest á skilum opinberra gjalda að 11 ma.kr. skatttekjur sem annars hefðu verið greiddar á fyrri hluta árs falla til síðar. Tekjuskattur einstaklinga er 12 ma.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir, virðisaukaskattur 13 ma.kr. undir áætlun og tryggingagjald 6 ma.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. 
  •  Gjöld tímabilsins fyrir fjármagnsliði eru 442 ma.kr. sem er tæpum 1 ma.kr. lægra en uppfærð áætlun að teknu tilliti til fjáraukalaga.
  • Fjármagnsjöfnuður tímabilsins er neikvæður um tæpa 24 ma.kr. sem er í samræmi við áætlun. Fjármagnstekjur eru 33 ma.kr. sem er 29 ma.kr. umfram áætlun og fjármagnsgjöld eru 57 ma.kr. sem er 29 ma.kr. umfram áætlun, hvort tveggja vegna gengismunar.
  • Eignir í lok júní nema samtals 2.373 ma.kr, skuldir samtals nema 2.038 ma.kr. og eigið fé nam 336 ma.kr.
  • Handbært fé í lok júní er 355 ma.kr. og hækkar um 113 ma.kr. Rekstrarhreyfingar eru neikvæðar um 75 ma.kr., fjárfestingarhreyfingar eru neikvæðar um 17 ma.kr og fjármögnunarhreyfingar eru jákvæðar um 206 ma.kr.
  •  Staða langtímalána nam alls 843 ma.kr. í lok júní 2020 og hækkaði um 92 ma.kr. frá árslokum 2019. Afborganir lána voru 65 ma.kr.
  • Fjárfesting tímabilsins er rúmir 13 ma.kr. sem er um 5 ma.kr. innan heimilda. Þar af eru framkvæmdir Vegagerðarinnar 2 ma. innan áætlunar og bygging nýs sjúkrahúss um 1 ma.kr.

Sundurliðun á tekjum ríkis og gjöldum niður á málefnasvið, málaflokka og ríkisaðila kemur fram í mánaðaruppgjöri sem Fjársýsla ríkisins birtir.

Fréttatilkynningin hefur verið uppfærð.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum