Hoppa yfir valmynd
7. september 2020 Félagsmálaráðuneytið

Málþing - Virk þátttaka fatlaðs fólks skapar betri lausnir fyrir alla

Hverning getum við stuðlað að betri þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu? Hvernig er þátttöku hagsmunasamtaka fatlaðs fólks háttað í ákvörðunum er snerta hagi þeirra á Norðurlöndum? Hvað væri hægt að gera í norrænu samstarfi til að þróa aðferðir sem hvetja til virkrar þátttöku fatlaðs fólks og samtaka þeirra?

Velkomin á málþing sem haldið er á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (NVC) og félagsmálaráðuneytisins. Málþingið verður haldið 24. september 2020, kl. 9.00–14.00 (11–16.00 sænskur tími). Málþinginu verður streymt á forritinu Zoom.

Landssamtök fatlaðs fólks, fulltrúar stjórnvalda og sérfræðingar á Norðurlöndunum munu ræða efni málþingsins og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Umræðan mun byggja á ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Í fyrri hluta málþingsins verðar kynntar stefnur og gott verklag á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.

Í seinni hluta málþingsins verður hópumræður þar sem allir þátttakendur geta tekið virkan þátt og miðlað góðum hugmyndum. Hér gefst tækifæri til að kynnast fulltrúum frá öðrum löndum og ræða um framtíðarstefnur og strauma.

Niðurstöður málþingsins verða sendar Norrænu ráðherranefndinni, stjórnvöldum á Norðurlöndunum og hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.

Málþingið verður í tveimur hlutum. Þátttakendur geta valið að taka eingöngu þátt í fyrri hluta námskeiðsins eða báðum.

Hér eru drög að dagskrá og hér er hægt að skrá sig.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira