Kerfisstjóri – Umbra
Kerfisstjóri – Umbra
Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins leitar að kerfisstjóra með sterka tæknilega þekkingu á miðlægum Microsoft lausnum til að sinna kerfisstjórn og þjónustu við notendur ráðuneyta og stofnana.
Helstu verkefni:
• Þátttaka í rekstri Microsoft 365 kerfa þar sem staðbundnum og skýjalausnum er blandað saman
• Kerfisstjórnun og notendaþjónusta
• Innleiðing og uppsetning nýrra kerfa og lausna
• Taka þátt í vali á lausnum í takt við tækniþróun á hverjum tíma
• Önnur tilfallandi verkefni í tengslum við þróun og rekstur á innri kerfum Umbru
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt nám eða reynsla
• Reynsla af rekstri útstöðva, SCCM og PowerShell
• Reynsla af rekstri og innleiðingu tölvukerfa
• Góð þekking á Microsoft 365 geira (tenant) og á skýja- og staðbundnum lausnum Microsoft æskileg
• Góð almenn þekking og reynsla af Microsoft hugbúnaði, t.d. Active Directory, Azure, Intune, Exchange, Teams og Sharepoint
• Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
• Rík vitund um upplýsingaöryggi
• Frumkvæði og góð samskiptahæfni, ásamt ríkri þjónustulund
• Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
• Sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum
Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins er miðlæg þjónustueining ráðuneytanna sem sér um tiltekna rekstrarlega þætti og annars konar þjónustu fyrir ráðuneyti og stofnanir. Starfsmenn eru 35 og notendur þjónustunnar á sjötta hundrað. Umbra er ISO27001 vottuð.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Umsóknarfrestur er til 27. september. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Með umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veita Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, [email protected] og Hlynur Atli Magnússon, [email protected].