Hoppa yfir valmynd
11. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Tími í sóttkví styttur úr 14 dögum í 7 með skimun í lok tímabilsins

Tími í sóttkví styttur úr 14 dögum í 7 með skimun í lok tímabilsins - myndMynd: Landspítali / Þorkell

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem gerir fólki kleift að ljúka sóttkví á 7 dögum ef sannað er með sýnatöku í lok tímabilsins að engin merki séu um sýkingu af völdum COVID-19. Að sóttkví lokinni þurfa þessir einstaklingar að gæta vel að sóttvörnum og forðast samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skipulag sýnatökunnar verður á hendi sóttvarnalæknis og er hlutaðeigandi einstaklingum að kostnaðarlausu. Breytingin á við um sóttvarnaráðstafanir innanlands en tekur ekki til komufarþega á landamærum.

Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur verið send Stjórnartíðindum og tekur gildi við birtingu, mánudaginn 14. september. Gildistími reglugerðar nr. 800/2020 er jafnframt framlengdur til miðnættis aðfaranótt 6. október.

Í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að samkvæmt erlendum rannsóknum greinist COVID-19 veiran í nefkoki þeirra sem smitast af henni 2–3 dögum áður en einkenni koma í ljós. Hér á landi liggi fyrir að um helmingur smitaðra hafi fengið einkenni 5–6 dögum eftir smit og flestir innan 9–10 daga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira