Hoppa yfir valmynd
14. september 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkir til orkuskipta auglýstir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar  - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 180 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta.

Veittir verða innviðastyrkir í tveimur flokkum til vistvænna ökutækja. Annars vegar innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki á borð við bílaleigur, heimsendingarþjónustu og leigubíla og geta þeir styrkir numið að hámarki 33% af áætluðum stofnkostnaði. Hins vegar styrkir sem ætlaðir eru fyrir uppsetningu hleðslustöðva fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði, m.a. við sundlaugar, heilsugæslur, skóla og flugvelli. Geta þeir numið að hámarki 50% af áætluðum stofnkostnaði.

Einnig verða veittir verkefnastyrkir fyrir rekstur í haftengdri starfsemi á borð við ferðaþjónustu, smábátaveiðar og fiskeldi, sem geta numið að hámarki 33% af áætluðum stofnkostnaði.

Orkusjóði hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Orkustofnunar, www.orkustofnun.is

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira