Hoppa yfir valmynd
15. september 2020

Hjúkrunarfræðingur á bæklunarskurðdeild - Umsóknarfrestur framlengdur til 5. október

Hjúkrunarfræðingur á bæklunarskurðdeild


Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi. Deildin er bráðadeild og þjónar sjúklingum vegna hrygg- og liðskiptaaðgerða eða áverka á stoðkerfi. Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.

Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Kjörið tækifæri gefst til að kynnast gefandi og einstaklingshæfðri hjúkrun sjúklinga sem þurfa mikla og flókna umönnun. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala (sjá myndskeið undir frekari upplýsingar).


Helstu verkefni og ábyrgð
» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðing og bera ábyrgð á meðferð
» Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í teymisvinnu


Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Áhugi á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Um er að ræða 3 stöðugildi.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.


Handleiðsla og fræðsla á starfsþróunarári (myndskeið)


Starfshlutfall er 50 - 100%
Starfið auglýst 15.09.2020. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 05.10.2020.

 

Nánari upplýsingar veitir
Margrét Hannesdóttir - [email protected] - 5437471
Þuríður Geirsdóttir - [email protected] - 8253673Landspítali
Bæklunarskurðdeild
Fossvogi
108 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira