Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholti
Hjúkrunarfræðingur Efra-Breiðholti
Heilsugæslan Efra Breiðholti leitar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Um er að ræða 80% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Megin starfssvið er heilsueflandi móttaka ásamt almennri móttöku á heilsugæslustöð.
Heilsueflandi móttaka felur í sér mat á heilsu skjólstæðinga og þörf þeirra á heilsueflingu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun, stuðning við breytingar og raunhæfa markmiðasetningu. Teymisvinna er með öðrum starfsmönnum stöðvarinnar eftir þörfum.
Hjúkrunarmóttakan er mjög víðtæk, allt frá símaráðgjöf til bráðaþjónustu. Móttakan sinnir fólki á öllum aldri og skiptist í opna móttöku, bókaða móttöku og símaráðgjöf.
Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Þekking og áhugi á heilsueflingu og forvarnarstarfi
- Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Reynsla og áhugi á teymisvinnu
- Íslensku- og enskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu í starfið.
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 01.10.2020
Nánari upplýsingar veitir
Vildís Bergþórsdóttir - [email protected] - 513-5300 / 821-2160
Nanna Sigríður Kristinsdóttir - [email protected] - 513-5300
Efra Breiðholti hjúkrun
Hraunbergi 6
111 Reykjavík
Smellið hér til að sækja um starf