Hoppa yfir valmynd
17. september 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna frétta um meinta ágalla á ákvörðun ESA varðandi ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group

Frá Keflavíkurflugvelli. - mynd
Í tilefni af fréttaflutningi í dag um að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hafi móttekið ábendingar um meinta ágalla á ákvörðun stofnunarinnar varðandi ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group ehf. áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið eftirfarandi:

Öllum lögaðilum og einstaklingum er heimilt að koma á framfæri ábendingum við ESA og fara þær þá í hefðbundinn stjórnsýslufarveg. Eru slíkar ábendingar almennt bornar undir stjórnvöld áður en stofnunin tekur afstöðu til þeirra. Ákvörðun ESA frá 26. ágúst sl., sem byggist á tilkynningu stjórnvalda, liggur fyrir. Sami lagalegi grundvöllur er fyrir ákvörðun ESA og verið hefur í sambærilegum ákvörðunum um leyfilega ríkisaðstoð vegna Covid-19, m.a. varðandi SAS, Condor, Austrian Airlines og Alitalia. Yfirlit um þetta má finna á vef ESA.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum