Hoppa yfir valmynd
20. september 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Breyting á lögum um einnota drykkjarvöruumbúðir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, sem sett hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Með frumvarpinu er ætlunin að fylgja eftir hluta þeirra tillagna sem fram koma í skýrslu starfshóps um drykkjavöruumbúðir frá júlí 2018, auk þess sem lagðar eru til nauðsynlegar breytingar á skilagjaldi og umsýsluþóknun. Meðal tillagna er að markmiðsákvæði sé bætt við lögin, að skilakerfið nái til fleiri aðila en verið hefur og heimild ráðherra til að setja ákvæði um söfnunarmarkmið og stærð umbúða í reglugerð.

Athugasemdir við frumvarpsdrögin þurfa að berast eigi síðar en 3. október nk.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira