Hoppa yfir valmynd
21. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Lokun kráa og skemmtistaða framlengd til 27. september

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndStjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja tímabundna lokun skemmistaða og kráa til og með sunnudagsins 27. september næstkomandi. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum. Sem fyrr tekur lokunin til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi.

Samkvæmt fyrri ákvörðun ráðherra sem var einnig í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis gilti lokunin frá 18. september til 21. september og var gripið til hennar vegna mikils fjölda COVID-19 smita sem rekja mátti til kráa og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, dags. 20. september, segir að þar sem ekki hafi tekist að fullu að ná utan um þessa aukningu smita, telji hann brýnt að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir til og með 27. september næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum