Hoppa yfir valmynd
24. september 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áhersla á stöðu og þjónustu við innflytjendur í fimmtu skýrslu uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

Fimmta skýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 er komin út.  - mynd

Teymi uppbyggingar félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs, sem í sitja fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, samtökum félagsmálastjóra, Vinnumálastofnunar og umboðsmanns skuldara, hefur skilað af sér stöðuskýrslu um stöðu og þjónustu við innflytjendur á Íslandi. Teymið fær reglulega upplýsingar um stöðu atvinnumála, sveitarfélaga, stofnana og annarra viðeigandi aðila með reglubundnum hætti og er ætlað að setja fram tillögur að frekari aðgerðum eftir þörfum.

Í þessari fimmtu stöðuskýrslu er einkum fjallað um stöðu innflytjenda og er ljósi varpað á þá þjónustu sem stjórnvöld, stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök eru að veita eða eru með í undirbúningi fyrir hóp innflytjenda. Út frá fyrirliggjandi gögnum ákvað teymið að setja fram tillögu sem lítur að því að veittur verði sérstakur fjárstuðningur úr Þróunarsjóði innflytjendamála til félagasamtaka og sveitarfélaga til að setja á fót virkniúrræði fyrir flóttafólk og innflytjendur.

Í stöðuskýrslunni kemur fram að innflytjendur eru um 14 % af samfélaginu, um 19% af vinnuaflinu og um 40% atvinnulausra. Einnig kemur fram að atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi hefur verið með hæsta móti innan OECD landanna eða um 87% og að hlutfall innflytjenda sem fær fjárhagsaðstoð sveitarfélags hefur aukist í nokkrum stærri sveitarfélögunum á síðustu mánuðum. Því telur teymið mikilvægt að reynt verði eftir fremsta megni að stuðla að virkni þeirra hópa sem í hvað mestri hættu eiga á að einangrast með þeim afleiðingum sem það kann að hafa fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið í heild.

Skýrsluna í heild má nálgast hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum