Hoppa yfir valmynd
24. september 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðstefnan Tengjum ríkið haldin í dag

Um 800 þátttakendur hafa skráð sig á ráðstefnuna Tengjum ríkið sem hefst klukkan 13 í dag og fjallar um stafræna framtíð hins opinbera. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin en hún er ætluð þeim sem hafa áhuga á stafrænni þjónustu, jafn þjónustuveitendum sem notendum.

Ráðstefnan er haldin í Hörpu en vegna sóttvarna verður henni streymt þaðan. 18 fyrirlesarar flytja erindi á ráðstefnunni en þar verður m.a. kynnt ný og endurbætt þjónustugátt fyrir almenning á Ísland.is og fjallað um ýmis verkefni sem eru í vinnslu og snúast um bæta gæði stafrænnar þjónustu við almenning.

Meginfyrirlesari ráðstefnunnar er David Eaves frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í stafrænni vegferð ríkja en hann hyggst fjalla um sóknarfærin á Íslandi í erindi sínu Digital Transformation - Global Trends and Iceland’s Potential. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnar ráðstefnuna.

Mikilvægt er að þátttakendur í ráðstefnunni skrái sig til að fá upplýsingar um streymi ráðstefnunnar. Enn er hægt að skrá sig á radstefna.island.is en ráðstefnan er endurgjaldslaus og öllum opin. 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira