Hoppa yfir valmynd
25. september 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stafræn umskipti mikilvæg að mati stjórnenda stofnana

Stjórnendur stofnana telja mikilvægt að vinna að stafrænum umskiptum (digital transformation) svo hægt verði að nýta tækni framtíðarinnar, auka nýsköpun og gera starfsfólk hæfara til þess að takast á við nýjar áskoranir. Þetta kemur fram í könnun sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lét gera á stafrænum umskiptum stofnana.

Ráðuneytið vinnur að því að kortleggja þessi mál. Í því skyni var gerð könnun í maí sl. og hún send um 240 stjórnendum í hátt í 90 stofnunum til að fá fram þeirra sjónarmið. Svör bárust frá yfir 80% stofnana. Ráðgjafarfyrirtækið Intenta vann út niðurstöðum könnunarinnar og skilaði skýrslu um þær.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að stjórnendur eru vel meðvitaðir um stafræn umskipti og telja þau skipta stofnun sína verulegu máli þegar horft er til framtíðar. Margar stofnanir standa frammi fyrir tækniskuld og hyggja að fjárfestingum á komandi árum. Helsta áskorun stofnana er að undirbúa starfsfólk undir þær breytingar sem verða með fjórðu iðnbyltingunni. Þá telja stjórnendur að gríðarlegt tækifæri felist í hagnýtingu á gervigreind og þeir treysta tölvuskýjum og sjá möguleika í að hagræða í rekstri og gera starfsemina straumlínulagaðri. Að lokum þurfa margar stofnanir að endurskoða stefnur sínar þannig að þær styðji við stafræna umbreytingu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira